Fyrir börnin

Veröld Vættanna upplestur í Kviku Grindavík kl. 14:00 á sunnudegi. Laugardag 11:30 á bókasafni Reykjanesbæjar.

Foreldrar- afar og ömmur! Kíkjum með börnin á söfn og viðburði á Safnahelgi. Förum rúnt um Reykjanesið þar sem kíkja má á söfn, fá sé bita eða kíkja í sund. Fjölmargt í boði eins og sjá má hér að neðan.

Raminn safnageymsla – Reykjanesbæ: Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur. Stærsti slökkvibíll í heimi. Ótal forvitnilegir munir í hillum safnsins – daglegir munir sem þeir eldri geta frætt ungviðið um

Duus safnahús Reykjanesbæ: Bátafloti Gríms Karlssonar (Föndursmiðja fyrir börn alla helgina)

Allir fá að föndra gamaldags pappírsbáta og svo er ratleikur þar sem skemmtileg verðlaun eru í boði báða daga í Duus húsum

Skessan í hellinumKl. 10-17 laugardag og sunnudag

Reykjanesbæ: Skessan í hellinum Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, Keflavík Opið laugardag og sunnudag kl. 10:00 – 17:00. skessan.is Skessan úr bókunum Sigga og Skessan, er flutt til Reykjanesbæjar og hefur komið sér fyrir í Svarta helli í Gróf í Keflavík.  Hún býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn.Viðburður: 9. og 10.mars kl. 12.00-17.00.

Rokksafnið Kl. 11-18 laugardag og sunnudag

Reykjanesbæ: gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Svo má alltaf kíkja í bíósalinn.

Bókasafnið Reykjanesbæ Kl. 11-17 á laugardegi.

Leikföng á Afmælissýningu Tjarnarsels sem vakið hefur lukku.

Veröld Vættanna – Margrét Tryggvadóttir rithöfundur les upp úr sögunni Bergrisinn vaknar. Landvættirnar Bergrisinn, Berlind blómadís, Brimir hafmaður og Skottan leiða okkur um undraveröld Reykjaness.

Upplestur á laugardegi í bókasafni Reykjanesbæjar kl 11:30

Upplestur á sunnudegi í Kvikunni Grindavík kl 14:00

Slökkvisafn Íslands Reykjanesbæ– körfubíll fyrir börnin – Kl. 13-17 laugardag og sunnudag.

Viðburður: Laugardag 9.mars kl. 13.00-15.00. Brunavarnir Suðurnesja verða á planinu við Ramma með körfubílinn og leyfa börnunum að prófa.

Þekkingasetur Suðurnesja – Ævintýraheimur fyrir börn og fullorðna: Kl. 13-17 laugardag og sunnudag.

Lifandi sjávardýr, uppstoppuð dýr, líf og dauði Jean-Baptiste Charcot og þangálfar í felum. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og fullorðna. Þekkingarsetur Suðurnesja verður opið báða dagana frá kl. 13-17.

Verk ungu kynslóðarinnar

Kvikan Grindavík – KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

Bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10-17

Skólaganga í Vatnsleysustrandarhreppi – kl. 13-17 sunnudag

Hvar: Kálfatjörn Vatnsleysuströnd

Skólasafnið í Norðurkoti á Kálfatjörn verður opið sunnudaginn 10. mars frá kl. 13 til 17.  Þar verður að venju hægt að fræðast um skólagöngu barna í Vatnsleysustrandarhreppi. Lögð verður áhersla á aðbúnað barna, meðal annars fatnað og vegalengdir sem farnar voru í skóla. Sýnd verða kennslugögn og munir tengdir kennslu. Þrír fyrrverandi nemendur segja frá skólagöngu sinni, frá mismunandi tímabilum skólasögunnar.

Frítt í sund í Vogunum alla helgina

Þótt við segjum sjálf frá þá eru sundlaugarnar á svæðinu frábærar og tilvalið að skola af sér eftir alla þessa menningu.

Söfnin á Safnahelgi 2019

Reykjanesbær

Duus Safnahús – https://www.facebook.com/duusmuseum/

Bókasafn Reykjanesbæjar https://www.facebook.com/BokasafnReykjanesbaejar/

Skessan í Hellinum – https://www.facebook.com/skessani.hellinum

Slökkviliðssafn Íslands – https://www.facebook.com/slokkviminjasafn/

Ramminn Safnamiðstöð

Rokksafn Íslands – https://www.facebook.com/theicelandicmuseumofrocknroll/

Vogar

Bókasafnið Stóru Vogaskóla – http://vogar.is/THjonusta/Bokasafn/

Skólasafnið Norðurkoti – http://www.vogar.is/Ithrotta_og_tomstundastarf/Minjafelagid/

Suðurnesjabær

Byggðasafnið á Garðskaga – https://www.svgardur.is/bygg%C3%B0asafni%C3%B0-%C3%A1-gar%C3%B0skaga

Þekkingarsetur Suðurnesja (Sandgerði) – https://thekkingarsetur.is/

Bókasafnið í Sandgerði – https://www.sandgerdi.is/bokasafn-sandgerdhis/

Bókasafnið Garði – https://www.svgardur.is/b%C3%B3kasafni%C3%B0

Grindavík

Kvikan – http://www.grindavik.is/v/102

Safnahelgi 2019


Rótgróin Safnahelgi á Suðurnesjum

Saga skipstranda í Grindavík, Stærsti slökkvibíll í heimi, Skessan, Bergrisinn, ponyhestar, viský og göngustafir


Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í ellefta sinn um helgina 9.-10. mars. Þar opna söfn í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum dyr safna sinna fyrir gestum og gangandi. Í fyrra sótti metfjöldi söfnin á svæðinu og var vel látið af fjölbreyttum sýningum og viðburðum.

Frábær dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Á meðal þess sem boðið er upp á í ár er glæsilegur nýr gagnvirkur plötuspilari í Rokksafni Íslands, íbúar í Suðurnesjabæ og Vogum opna söfnin sín, stærsti slökkvibíll í heimi finnst í safnageymslum Reykjanesbæjar þar sem slökkvisafn Íslands er einnig til húsa og í Grindavík verður hægt að skoða muni sem tengast ströndum á svæðinu. Auk þess verður nóg um að vera fyrir börnin, m.a. upplestur úr Veröld Vættanna bæði í Grindavík og Reykjanesbæ, ævintýraveröld í Þekkingarsetrinu og föndursmiðja og ratleikur í Duus-húsum. Tilvalið er fyrir fjölskylduna alla að taka rúnt um Suðurnesin og skoða menningu og mannlíf í bakgarði höfuðborgarinnar.

Samstarf með sögu

Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginlegt verkefni allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í því að kynna menningu á heilu landssvæði fyrir landsmönnum öllum og hefur það tekist vel með aukinni aðsókn árlega auk þess sem Safnahelgi hefur fest sig í sessi í svo langan tíma eins og raun ber vitni. Dagskrá helgarinnar er aðgengileg á vefsíðunni safnahelgi.is.