Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Yfir 60.000 munir í safnageymslu – stærsti slökkvibíll í heimi

09/03/2019 @ 12:00 19/03/2019 @ 17:00


Opið hús í Safnamiðstöð Reykjanesbæjar – Rammi Innri-Njarðvík

Starfsfólk Byggðasafnsins tekur á móti gestum í safngeymslunum í Ramma í Innri-Njarðvík. Þar má sjá og fræðast um mikilvægt innra starf safnanna og þá góðu aðstöðu sem söfnin búa að í Reykjanesbæ hvað það varðar. Í eigu Byggðasafnsins eru um 60.000 munir, stórir og smáir, og nýlega tók safnið við stærsta slökkvibíl í heimi af Vellinum sem áður var í eigu Varnarliðsins. Þá gefst gestum kostur á að skoða listaverka- og ljósmyndageymslur. Í fórum safnsins er einnig að finna leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur og verður það gert sýnilegt gestum á Safnahelginni, ekki síst fyrir börnin.