Bókasafnið í Sandgerði

Á Bókasafninu í Sandgerði sem staðsett er við Sandgerðisskóla og sundlaugina sýnir Margrét Ásgeirsdóttir smáskó af ýmsum gerðum og bókamerki sem hún hefur safnað víða að úr veröldinni.

Fyrir framan Bókasafnið og skólann er að finna þrjú verk sem unnin voru í tengslum við Ferska vinda. Listamaðurinn sem skapaði verkin fékk hugmyndir sínar út frá jólaskrauti sem unnið var af nemendum í Sandgerðisskóla fyrir jólin.