Byggðasafnið á Garðskaga og vitarnir tveir

Á safninu er að finna muni sem tengjast lífi og störfum Garðbúa í gegnum tíðina, sjósókn, bústörfum og heimilishaldi. Á safninu er einnig að finna vélasafni Guðna Ingimundarsonar sem gerði upp allar vélarnar sem eru til sýnis og eru allar gagnfærar. Á efri hæð byggðasafnsins er að finna veitingahúsið Röstina en þar er hægt að njóta útsýnis yfir hafið meðan snætt er.

Garðskagaviti, 28,6 m að hæð, var byggður árið 1944 og tók við af litla vitanum sem enn stendur. Í Garðskagavita er hægt að skoða sýningu um Norðurljós og hvali.