Innan girðingar og utan

Byggðasafn Reykjanesbæjar – Duus safnahúsum

Söfnun frásagna um setuliðið á Miðnesheiði

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna núheimildum um setuliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Á safnahelginni verða nýjar spurningaskrár þessu tengdar settar í loftið. 

Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands, munu kynna verkefnið fyrir gestum Duus safnahúsa laugardaginn 18. mars. Þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrá. Spurningaskrárnar verður einnig hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp, https://sarpur.is/Spurningaskrar.aspx?View=small.

Scroll to Top