Rokksafn Íslands

Rokksafn Íslands
Hjallavegi 2

Rokksafn Íslands í Hljómahöll er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi sem opnaði þann 5. apríl 2014. Þar er saga tónlistar á Íslandi sögð frá árinu 1830 á lifandi máta. Á safninu er hljóðbúr (e. soundlab) þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusetti, gítar, bassa og söng. Gestir geta prófað að hljóðblanda lagið “Little Talks” með Of Monsters and Men eða skellt sér í bíósal safnsins og horft á heimildamyndir um íslenska tónlist. Á safninu má finna ýmsa merka hluti úr rokk- og poppsögu Íslands. Þar á meðal er t.d. trommusett Gunnars Jökuls sem notað var m.a. á plötunni …Lifun með Trúbrot, gítarsafn frá Björgvini Halldórssyni, LED-ljósabúning frá Páli Óskari, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, kjólinn sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu við lagið Jungle Drum, kjóla af Elly Vilhjálms, flygil sem var í eigu Ragga Bjarna, jakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu og þannig mætti lengi telja.

Á safninu spila gagnvirku plötuspilararnir stórt hlutverk en þeir voru formlega teknir í notkun á Safnahelgi á Suðurnesjum í mars mánuði árið 2019 en sýningaratriðið var í undirbúningi í um tvö ár. Sýningaratriðið sem er fyrirferðamikið á safninu gerir gestum kleift að skoða sögu listamanna á einstakan máta þar sem sögu hljómsveitarinnar á textaformi ásamt myndum, myndskeiðum og hljóði er blandað saman. Gestir safnsins stýra alfarið sjálfir sögu hvaða hljómsveitar eða listamanns er skoðuð og stjórna hraðanum á yfirferðinni. 

Listamaðurinn Gálan kemur fram á Rokksafni Íslands kl. 15.00 þann 18. mars. Gálan er listamannanafn tónlistarmannsins Júlíusar Guðmundssonar.

Ókeypis aðgangur alla helgina.

Opnunartími Rokksafnsins er 11:00-18:00 alla daga.

Scroll to Top