Safnahelgi frestað um óákveðinn tíma

Kæru gestir Safnahelgar

Ákveðið hefur verið að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Safnahelgi átti að fara fram helgina 14. og 15. mars næstkomandi þar sem öll sveitarfélög á Suðurnesjum veita ókeypis aðgang í öll söfn á svæðinu. Í fyrra sóttu um 10.000 manns viðburðinn og því brugðu menningarfulltrúar Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Voga og Suðurnesjabæjar á það ráð að fresta Safnahelgi að sinni. Ekki þótti ráðlegt að stefna fólki saman þegar svo mikið óvissuástand ríkir í þjóðfélaginu.
Mikil hefð hefur myndast fyrir Safnahelgi sem haldin hefur verið ellefu sinnum og er hætt við því að gestir muni ekki njóta þeirra menningaviðburða sem í boði eru eins og best verður á kosið. Ný dagsetning verður því kynnt síðar en hægt verður að fylgjast með stöðu mála á vefsíðunni safnahelgi.is.