Tag: Duus Safnahús

Fjölskylduratleikur

Það er margt skrýtið og stórskemmtilegt sem leynist í 8 sýningarsölum Duus Safnahúsa. Komið og kynnist töfrum húsanna í gegnum laufléttan og skemmtilegan ratleik. Ratleikurinn er fyrir öll börn í fylgd fullorðinna.

Sjá meira »

FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI

MULTIS er verkefni á vegum Helgu Óskarsdóttur, Ásdísar Spanó og Kristínar Jónu Þorsteinsdóttur sem sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið þeirra að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar.

Sjá meira »

Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar

Byggðasafnið hefur opnað endurgerða sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar í Duus Safnahúsum. Bátafloti Gríms Karlssonar var fyrsta sýningin sem opnuð var í húsunum fyrir 19 árum og hefur nú fengið endurnýjun lífdaga í rými sem skapar áhugaverða umgjörð um bátalíkönin.

Sjá meira »
Hlustad a Hafid

Hlustað á hafið

Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum sem fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Sýningunni er ætlað að veita örlitla innsýn í þann heim sem hafið var, stundum blítt og létt.

Sjá meira »