Þekkingarsetur Suðurnesja

Á efri hæð Þekkingarseturs er að finna náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Á Þekkingarsetrinu er einnig að finna sýninguna „Heimskautin heilla“ sem er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936. Sýningin er í tveimur nýjum sölum þar sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans.