flott hljómsveit

Tónleikar með hljómsveitinni FLOTT

Gestum Safnahelgar er boðið upp á tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa með hljómsveitinni FLOTT sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu m.a. með laginu „Mér er drull“. Tónleikarnir hefjast kl. 15 á sunnudaginn í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

FLOTT er ný íslensk hljómsveit sem gaf út sitt fyrsta lag „Segðu það bara“ í lok nóvember 2020 og síðan þá hafa öll lög sveitarinnar hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2. Þekktasta lagið „Mér er drull“ sat í 1. sæti á listanum í þrjár vikur og hefur heyrst oft í útvarpstækjum landsmanna.

Stefna sveitarinnar er að semja grípandi lög sem segja sögur á íslensku sem tengjast sjálfsmynd, samskiptum og óheppni í ástum. Textasmíðin byggir á skandínavískri vísnahefð, þar sem reynt er að fanga ákveðna tilfinningu eða augnablik með nákvæmum og oft skemmtilegum lýsingum. Áhersla hljómsveitarinnar er því ekki síður á textana en tónlistina.

Vigdís Hafliðadóttir syngur, Ragnhildur Veigarsdóttir spilar á hljómborð, Sylvía Spilliaert spilar á bassa, Eyrún Engilbertsdóttir spilar á gítar og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.