Viðburðir í Álfagerði

Sögustund um Kirkjuhvol. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar stendur fyrir sögustund um samkomuhúsið Kirkjuhvol á Vatnsleysuströnd. Félagið eignaðist Kirkjuhvol síðastliðið sumar og hefur síðan verið unnið hörðum höndum að undirbúningi uppbyggingar þess. Ýmislegt hefur koið í ljós við þá vinnu sem varpar ljósi á söguna. Lesið verður upp úr samantekt úr gögnum frá Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu um sögu samkomuhússins, byggingarfræðilegir þættir tíundaðir, teikningar og skjöl skoðuð ásamt því að hlutir sem fundust við hreinsun í húsinu verða til sýnis. Gamlar ljósmyndir frá samkomum í Kirkjuhvoli verða til sýnis auk mynda frá hreinsunarstarfi. Sögustundin verður í Álfagerði kl. 15.30 laugardaginn 14. mars.

Sýndar verða myndir úr starfi Heilsuleikskólans Suðurvalla og einnig myndir úr ljósmyndaverkefni sem nú er verið að vinna með nemendum skólans.

Skógræktarfélagið Skógfell sýnir myndir frá fyrstu árum starfsins.

Sýningar í Álfagerði verða opnar frá kl. 13 til 17.

Hvar: Álfagerði
Hvenær: 14. og 15. mars kl. 13:00 – 17:00