Sögu- og minjafélag Vatnsleysustrandar

Norðurkotsskóla á Kálfatjörn  

kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag. 

150 ár eru liðin síðan skólahald hófst í Vatnsleysustrandarhreppi, nú Vogum. Þeim merku tímamótum verða gerð skil í skólaminjasafninu í Norðurkotsskóla á Kálfatjörn frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag. 

Kl. 14 sunnudaginn 19. mars verður lesið upp úr völdum köflum úr samantekt á skólasögunni. Spjall um skólasöguna og kennslu fyrr á dögum fylgir. Upplesturinn fer fram í Skjaldbreið á Kálfatjörn.

Scroll to Top