Sýningin „Ethoríó Galleríó“ inniheldur málverk og teikningar undir áhrifum Pop-listar. Það er einblínt á fígúratív, íslensk einkenni og menningu, og með húmorinn sem nálgun tekur Ethoríó á ádeilum sem flestir geta tengt sig við. Innblásturinn er sprottinn frá hinum íslenska almenningi og persónulegri reynslu hans af lífinu.
Ethoríó hóf BA nám í myndlist við LHÍ árið 2014 en lauk einu ári þar. Árið 2017 flutti hann til Bretlands þar sem hann hóf nám við Arts University Bournemouth og útskrifaðist þaðan árið 2020 með BA gráðu í myndlist (BA degree in Fine Arts).
Sýningin fer fram á Rokksafni Íslands og stendur á meðan Safnahelgi á Suðurnesjum stendur yfir dagana 25.-27.okt. Ókeypis aðgangur alla helgina! Verið velkomin!