Ljósmyndasýningin Reykjanes vaknar hefur verið sett upp við „Festi“ í Grindavík. Sýningin segir sögu níu eldgosa á þremur árum, hættuástands, björgunaraðgerða, flóttans úr Grindavík, gerð varnarmannvirkja og sögur af fólki.
Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari er með bakgrunn í leit og björgun og menntun björgunarfólks. Sigurður hefur tekið fjölda ljósmynda á Reykjanesi á síðustu árum. Á sýningu hans má sjá nokkrar þessara mynda, m.a. af íbúum og störfum viðbragðsaðila á vettvangi.