Safnahelgi
Á SUÐURNESJUM
Dagana 14. - 15. mars

Safnahelgi
Á SUÐURNESJUM
Dagana 14. - 15. mars
- Allir viðburðir
- 14. mars
- 15. mars
- Fréttir
- Fyrir börn
- Grindavík
- Reykjanesbær
- Suðurnesjabær
- Vogar
Einkasýning stríðsminjasafnara í Ramma
Fjöldi manna safnar öllu milli himins og jarðar, þeirra á meðal eru sérstakir áhugamenn um söfnun minja frá seinni heimsstyrjöldinni. Nokkrir þeirra hafa tekið sig saman til að setja upp einkasýningu hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar í Rammanum yfir Safnahelgina.
Opið hús í Safnamiðstöð
Starfsfólk Byggðasafnsins tekur á móti gestum í safngeymslunum í Ramma í Innri-Njarðvík. Þar gefur að líta mikilvægt innra starf safnanna og þá góðu aðstöðu sem söfnin búa að í Reykjanesbæ hvað það varðar.
Kjóla og ofurhetjusmiðja
Börnum á öllum aldri býðst að læra að sníða kjóla og teikna ofurhetjur undir leiðsögn Ólafar Helgu Pálsdóttur Woods og Nicholas Woods.
Sagan af björgunarafreki Kútter Fríðu
Forsvarsfólk Minja- og sögufélags Grindavíkur segir frá björgunarafreki skipverjanna á Kútter Fríðu. Hvar: Kvikan menningarhúsHvenær: 14. mars kl. 13:00
Giftusamleg björgun
Nýtt handsmíðað líkan af Kútter Fríðu til sýnis. Kútter Fríða bjargaði 58 Grindvíkingum í fárviðri árið 1911. Líkanið er um 3 metrar á lengd og rúmlega 2 metrar á hæð.