Víkingasýning


Grófinni 2 (SBK húsið)

Komið og sjáið víkinga sem hafa slegið upp fagurlega útskornum víkingatjöldum. Tjöld og allur búnaður er byggður á munum sem hafa fundist víða á víkinga- og landnámsöld. Víkingar og handverksfólk mun sýna og segja frá vefnaði, vattarsaumi, útskurði í tré, vopnum, skarti, mat og matreiðsluaðferðum o.fl. sem tilheyrði þessu tímabili í sögunni. 

Hægt er að sækja víkingana heim í tjaldbúð þeirra frá kl 13.00 til 17.00 laugardag og sunnudag á þessa lifandi sögusýningu.

Scroll to Top