Sýningar: Nýjar sýningar frá 2024 – Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna, Lýðveldissýning og Vitarnir fimm í Suðurnesjabæ.
Aðrar sýningar: Húsin hans Sigga í Báru, Vélasafn Guðna Ingimundarsonar og sjávarútvegur ásamt öðrum fjölbreyttum safnkosti til sýninga. Safnbúðin eru innréttingar úr Verzlun Þorláks Benediktssonar 1921-1972. Verzlun barnanna – leikhorn fyrir börn.
Kynning á vitakertum og vitakortum sem safnið lét framleiða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Vélar gangsettar úr Vélasafni Guðna Ingimundarsonar kl. 16:30-17:30 laugardag 26. okt og sunnudag 27. okt.