Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar býður uppá fjölskyldusamveru þar sem hægt verður að fara í ratleik um Kálfatjarnarsvæðið, skoða gömul leikföng og hlusta á upplestur úr gömlum barnabókum. Skemmtileg og fræðandi úti- og innivera fyrir alla fjölskylduna.
Skólasafnið í Norðurkoti er miðja samverunnar.
Sagnastund - Upplestur og samtal
Sunnudaginn 27. okt kl. 14:00
Skjaldbreið/Kálfatjörn
Haukur Aðalsteinsson ritaði bókina Út á Brún og önnur mið. Útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930. Hann hlaut á dögunum menningarverðlaun sveitarfélagsins Voga. Af því tilefni verða valdir kaflar úr bókinni lesnir upp og ræddir. Gestum gefst kostur á að spyrja höfund spjörunum úr og fræðast nánar um efni bókarinnar undir léttum veitingum.