Opið frá kl. 12 –17 föstudag, laugardag og sunnudag
Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Í bíósal Duus safnahúsa getur fjölskyldan komið saman og átt rólega og notalega stund. Í salnum eru verk eftir myndlistakonuna Sossu Björnsdóttir og ljósmyndarann Oddgeir Karlsson. Horfðu á listaverkin í kringum þig. Hvað sérð þú? Búðu til þitt eigið listaverk en á staðnum verður allskyns efniviður sem hægt er að nota.