Halla Karen les og syngur úr heilsueflandi ævintýrinu um Latabæ eftir Magnús Scheving í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í Bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar.
Viðburðurinn er tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna!