Bláa Lónið hefur kostað og framkvæmt stærsta hluta verkefnisins, sem unnið er í samstarfi við Reykjanes Jarðvang (Reykjanes Unesco Global Geopark), Hollvinasamtök Reykjanesvita og Vitavörðinn ehf. Með samningi við eigendur vitavarðarhússins, Vitavörðinn ehf. um endurgerð vitavarðarhússins, hefur Bláa Lónið byggt upp áðurnefnda þjónustuaðstöðu á jarðhæð þess með nýjum viðtengdum skála, salernum og upplýsingapalli. Einnig gert góð bílastæði á móti gestastofunni.
Á pallinum hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum um það helsta sem ber fyrir augu frá frábærum útsýnisstað við vitavarðarhúsið. Skiltin voru gerð af Reykjanes Geopark en BL sá um uppsetningu þeirra.