Blog Layout

Reykjanesviti á suð-vestanverðu Reykjanesi

Opið frá kl. 12:00-17:00 laugardag og sunnudag.

Við Reykjanesvita á suð-vestanverðu Reykjanesi.

Vönduð upplýsinga-, fræðslu- og þjónustuaðstaða eða gestastofa hefur verið byggð upp við Reykjanesvita á suð-vestanverðu Reykjanesi.
Salerni og upplýsingaskilti um náttúru, jarðfræði og merka staði standa öllum opin en einnig er á sama stað einstök sýning
"Leiðarljós að lífhöfn". Kaffi og veitingar fást einnig í þjónustuhúsinu, á tilteknum opnunartímum.

Bláa Lónið hefur kostað og framkvæmt stærsta hluta verkefnisins, sem unnið er í samstarfi við Reykjanes Jarðvang (Reykjanes Unesco Global Geopark), Hollvinasamtök Reykjanesvita og Vitavörðinn ehf. Með samningi við eigendur vitavarðarhússins, Vitavörðinn ehf. um endurgerð vitavarðarhússins, hefur Bláa Lónið byggt upp áðurnefnda þjónustuaðstöðu á jarðhæð þess með nýjum viðtengdum skála, salernum og upplýsingapalli. Einnig gert góð bílastæði á móti gestastofunni.


Á pallinum hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum um það helsta sem ber fyrir augu frá frábærum útsýnisstað við vitavarðarhúsið. Skiltin voru gerð af Reykjanes Geopark en BL sá um uppsetningu þeirra.

Leiðarljós að Lífhöfn

Hollvinasamtök Reykjanesvita hafa staðið að uppsetningu sýningar í litlu húsi austan við gestastofuna. Það er í svonefndu vélahúsi, sem er notað til að knýja ljósavélar ef rafmagn fer af vitanum. Sýningin nefnist „Leiðarljós að Lífhöfn“ og lýsir afdrifum hundruða skipverja, skipa og báta sem hafa lent í sjávarháska við Reykjanesið.


Á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar og sýningar er íslenski fáninn reistur við hún á Flaggstangarhól, sunnan við vitavarðarhúsin.

22. október 2024
Ljósmyndirnar eru úti og aðgengilegar allan sólarhringinn. Við Festi, Víkurbraut 58, 240 Grindavík
18. október 2024
Frá kl. 13:00-15:00 sunnudaginn 27. október. Svartihellir við smábátahöfnina í Gróf, 230 Reykjanesbær
8. október 2024
Opið frá kl. 12:00-18:00 laugardag og sunnudag. Skagabraut 86, 250 Suðurnesjabær
7. október 2024
Opið frá kl. 11:00-18:00 föstudag, laugardag og sunnudag. Rokksafn Íslands, Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær.
Fleiri viðburðir
Share by: