Sjólyst í Garði er lítið hús staðsett skammt ofan við Gerðavör við höfnina í Gerðum. Sjólyst hefur af mörgum verið kennt við Unu Guðmundsdóttur og þá kallað Unuhús, en Una var kölluð Völva Suðurnesja.
Húsið var byggt árið 1890 af Andrési Andréssyni, sem var smiður í Garðinum. Eldri hluti hússins er byggður úr timbri sem fékkst úr strandi timburflutningaskipsins Jamestown sem strandaði við Hafnir 1881.
Húsið á fyrirmynd sína í torfbæjunum og finnast fá hús af þessari gerð nú. Um miðja síðustu öld var gerð viðbygging við Sjólyst þar sem er eldhús og snyrting en anddyri var reist nokkru fyrr.
Þessa helgi verður sýning á verkum listamannsins Braga Einarssonar í húsinu og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og vöfflur að hætti hússins.