Skessan í hellinum er vinur allra og ljúfasta tröll sem til er og henni finnst fátt skemmtilegra en að fá heimsókn frá börnum. Hún er með sérstakt snuddutré í hellinum sínum og því er tilvalið að koma við og gefa Skessunni fleiri snuddur til að gera fallegt í hellinum. Hún vill svo endilega að þið takið myndir af börnunum ykkar í stóra sólstólnum fyrir utan hellinn eða ofan skessuskónum hennar eða uppi í risastóra rúminu hennar. Svo getið þið komið við í Duus safnahúsum og fengið glænýjan Skessubækling með alls kyns skemmtilegum þrautum og veggspjaldi með mynd af Skessunni.