Stekkjarkot er endurgert torfhús, dæmigert fyrir þau fjölmörgu kot sem einkenndu búsetu á svæðinu á 19. öld. Stekkjarkot var þurrabúð sem þýddi að landið var leigt og þar mátti ekki halda skepnur. Íbúar þurftu því að framfleyta sér með sjósókn. Búið var í Stekkjarkoti á 1857-1887 og svo aftur 1917-1923.
Verið öll velkomin.