Sýndar verða fréttaljósmyndir á tjaldi úr myndasafni Víkurfrétta, frá Garði og Sandgerði frá árunum 1980-1995. Víkurfréttir afhentu Byggðasafninu á Garðskaga um 700 fréttaljósmyndir á pappír í vor og hafa þær nú allar verið skannaðar og settar inn á ljósmyndasafn byggðasafnsins inn á Sarpur.is ásamt upplýsingum um myndefnið, eftir því sem kostur var.
Gestir eru hvattir til að koma með ábendingar ef þeir vita meira um myndefnið.
Sarpur.is verður opinn og þar er hægt að finna út hvaða upplýsingar hafa þegar verið skráðar.
Safnasjóður veitti styrk til verkefnisins.
Bókasafn Suðurnesjabæjar er staðsett við Suðurgötu í Sandgerði, við hlið Íþróttamiðstöðvarinnar og Sanderðisskóla, Suðurnesjabæ.