Þann 27. október mun Kristín Ragna Gunnarsdóttir, höfundur Tarotspila norrænna goðsagna, segja frá tilurð tarotspilanna og táknmáli þeirra. Hún hefur lengi verið hugfangin af norrænum goðsögnum og mörg verka hennar spretta einmitt úr þeim brunni.
Kristín Ragna útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands, er með BA-próf í bókmenntafræði og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Verk hennar hafa verið tilnefnd til margskonar verðlauna og hún hefur hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang fyrir bækurnar Örlög guðanna og Hávamál. Kristín Ragna hannaði Njálurefilinn (90 m x 50 cm) og teiknaði myndirnar, en hann segir Brennu-Njálssögu.
Bókasafn Suðurnesjabæjar er staðsett við Suðurgötu í Sandgerði, við hlið Íþróttamiðstöðvarinnar og Sanderðisskóla, Suðurnesjabæ